Thursday, December 15, 2011

Foreldrafundur - Nýir þjálfarar.


Hér koma nokkrir punktar frá foreldrafundinum 7.des. 2011

 -     Við þjálfarar leggjum mikla áherslu á það að við komum fersk að verkefninu og lítum í raun á eins og að tímabilið sé að byrja.  Þetta á við mætingu leikmanna á æfingar og einnig liðskipan. Það sem gerst hefur síðastliðna mánuði skiptir okkur ekki neinu máli. Við ætlum að kynnast stelpunum og þær okkur á eigin forsendum.

 -     Við útskýrðum af hverju við viljum fá allar stelpurnar á öllum  æfingum fyrstu vikurnar.  Í raun bara til að kynnast þeim betur og þær okkur.  Einnig að sjá hvar þær standa í handboltanum.

 -     Leggjum gríðarlega mikla áherslu á að leikmenn hafi mætinga- og tilkynningarskyldu.  Ef þær komast ekki á æfingu þá eigi þær að vera búnar að láta okkur vita tímanlega. Fyrst með síma (hringja eða sms) ef það gengur ekki þá að „commenta“ á síðustu færsluna á blogginu.  

 -         Einnig leggjum við áherslu á að þær séu  tilbúnar þegar æfingin byrjar.  Þær fá ekki fara út úr salnum til þess að fá sér að drekka og því eiga þær að vera með tilbúna vatnsflösku fyrir æfingu sem þær geta svo hlaupið í á æfingunni. 

 -    Þær mega ekki fara út úr íþróttahúsum á stuttbuxunum og eða illa klæddar eftir æfingar/leiki.  Fara í hlífðarföt. 

  -    Okkar markmið er að kenna þeim 3-2-1 varnarleik og að við eigum eftir að fá fullt af mörkum á okkur vegna mistaka sem er hluti af því að læra þessa vörn.  Því leggjum við áherslu á að vinna eða tapa skipti ekki öllu máli, aðalatriðið er að við séum að hafa gaman af því að spila handbolta og einnig að læra undirstöðuatriði handknattleiks. Það er samt nauðsynlegt að stelpurnar undirbúi og fari í leikina með því markmiði  að vinna, en við þjálfarar erum sannfærð um  það að með því að leggja áherslu á þessa vörn þá erum við að gera þær að betri leikmönnum til framtíðar.

 -     Við þjálfarar í 5.flokki kvenna ætlum að stjórna því hverjar spila með 4.fl.kvenna B.  Þar sem þetta er verkefni 5.flokks (þeas enginn gjaldgengur leikmaður í 4.flokki í B-liði 4.flokks) þá lítum við á þetta sem verðlaun fyrir þær sem að sýna áhuga og metnað óháð því hvort að 5.flokks leikmaðurinn sé á yngra eða eldra ári.  Við ætlum ekki að verðlauna leikmann sem hefur mætt illa á æfingar og sýnt lítinn vilja og metnað  í þetta aukaverkefni. Þetta verður algjörlega okkar þjálfara 5.flokks að stjórna þessu.

 -     Reyna að virkja og hvetja  foreldraráðið til góðra verka og ætlum fljótlega á nýju ári að hóa saman fólk sem er í foreldraráði á fund með okkur til þess að leggja línurnar það sem eftirlifir vetrar. Leggjum mikla áherslu á að foreldrar sjái tengingu á milli áhuga og framlagi til flokksins og þess að uppskera ánægju og árangur hjá félaginu/flokknum.  ÞETTA ERU JÚ BÖRNIN YKKAR.  

 -     Það er ósk okkar að foreldrar séu ekki að gera athugasemdir við dómgæslu á leikjum með stelpunum.  Það er hlutverk þjálfara og eftir hvert einasta mót þá er hægt að koma með athugasemd og greinagerð.  Foreldrar eiga að vera hvetjandi fyrir stelpurnar láta í sér heyra á jákvæðan hátt og fagna því sem vel er gert allsstaðar á vellinum og utan hans.

 -    Við munum leggja áherslu á að efla samkennd í hópnum og að allir eru hluti af sama hópnum burtséð frá liðsvali.

-    Kennum þeim að bera ábyrgð á eigin framkomu og þar af leiðandi eigin framförum.

 -     Foreldrar alltaf velkomin á æfingar og allar góðar hugmyndir sem styrkja innviði flokksins / félagsins eru vel þegnar.

 -         Að lokum þá leggjum við áherslu á að stelpurnar séu jákvæðar og hafi gaman að því að æfa og spila.

      Fleira var það ekki í bili.
            Finnbogi, Kristín og Monika.

No comments:

Post a Comment