Monday, November 21, 2011

Upplýsingar um Vetsmannaeyjaferð (eldra ár)

Gátlisti
Handboltaskór
Handboltabúningur
Íþróttasokkar
Íþróttatoppur
Buxur og peysu (milli leikja)
Svefnpoki
Dýna (sem virkar!!! vinsamlegast prófa fyrir ferð)
Náttföt
Tannbursta + tannkrem
Hárbursta + hárteygjur
Föt fyrir diskó á laugard.kvöldið.
Hlý föt!!!
Auka sokka, nærföt
Sunddót!!!!!
Spil + bók
Nesti fyrir fimmtudagskvöldið
Bakkelsi, þeir sem vilja, t.d kanilsnúða, skinkuhorn, muffeins.. eða eitthvað annað sem ykkur dettur í hug:)


Reglur
Alltaf alltaf hlusta á hvað fararstjórarnir og þjálfarar segja og hlýða þeim. Agabrot verða tekin alvarlega.
Alltaf að vera með sínu liði, allar/allir saman!
Það er stranglega bannað að vera pening með sér,  peningurinn sem að var borgaður í ferðina er fyrir öllu sem þarf.
Símar eru ekki leyfðir. Ef þið takið með ykkur myndavél þá er það alfarið á ykkar ábyrgð.

Þið hafið alltaf verið til fyrirmyndar á öllum mótum, ekki breyta því nuna :)
Verum okkur og liðinu til sóma, þökkum fyrir matinn, göngum frá eftir okkur, ganga vel um stofuna og því um líkt.Ferðin
Farið verður frá ÍR-heimilinu kl.17:00 fimmtudaginn 24.nóv.  Eins og plön eru núna þá siglum við frá Þorlákshöfn 19:15 og komum til eyja um klukkan 22:00.
Heimferðin: Leggjum af stað frá eyjum klukkan 8:00 á sunnudag og komum í bæinn um klukkan 12:00.
Öllum krökkunum verður gefin sjóveikistafla nema sérstaklega sé beðið um að það sé ekki gert.

Greiðsla
Greiða þarf fyrir ferðina 18.000 krónur og skal það millifært á reikning: 0115-05-004900 kt:010171-5559. Setja á nafn barnsins bæði í tilvísun og skýringu. Greiða þarf STRAX, síðasta lagi mánudagskvöldið 21.nóv.

Þeir sem telja sig geta reddað safa, ávöxtum eða einhverju öðru fyrir ferðina vinsamlegast látið einvern af fararstjórunum vita. Allt vel þegið......

Haukur (pabbi Finns) gsm: 665-8082
Alla (mamma Áslaugar) gsm: 663-5540
Gunna (mamma Kolfinnu) gsm: 843-0711
Heiða (mamma Helenu) gsm: 693-5610

No comments:

Post a Comment