Friday, April 20, 2012

Mikið um að vera hjá yngri flokkum okkar þessa helgi

Mikið um að vera hjá yngri flokkum okkar þessa helgi. Yngra árið í 6.- og 5. fl. karla og kvenna að keppa hingað og þangað. Ásamt því sem 4. fl. kvenna er að keppa í 8-liða úrslitum Íslandsmóts í Austurbergi á laugardag. kl. 12:30.

Við hvetjum ykkur til að smella af myndum og setja inn á myndaalbúm flokka. Ef þið eruð ekki viss hvernig þetta er gert er bara að láta þjálfara fá myndirnar á USB og þeir koma þeim áleiðis á vefstjóra ÍR Handbolta sem setja þær þá inn fyrir ykkur. Það gerist ekkert að sjálfu sér, þið eruð fréttamenn okkar og skráið sögu ÍR Handbolta með því að taka myndir.
 
Meðfylgjandi mynd er t.d, tekin fyrir nokkurm árum af stelpunum sem nú eru komnar í 4. flokk og eru að fara að spila í 8.liða úrslitum Íslandsmóts.   Nú er spurningin hvar er Monika á þessari mynd!!!


Meðfylgjandi mynd er t.d, tekin fyrir nokkurm árum af stelpunum sem nú eru komnar í 4. flokk
og eru að fara að spila í 8.liða úrslitum Íslandsmóts.  
Nú er spurningin hvar er Monika!!!



No comments:

Post a Comment