Friday, November 25, 2011

Stelpurnar skiluðu fyrstu tveim ÍR sigrunum í dag!

Bæði liðin hjá stelpunum unnu leiki í dag. ÍR2 vann Fjölni 11 : 4 sem var þeirra þriðji leikur í dag og ÍR1 vann HK 14 : 8 sem var þeirra fyrsti leikur í dag, ÍR1 eiga eftir að spila einn leik í kvöld.
Mikil áhersla lögð á leikgleði og að hafa gaman jafnt inn á vellinum sem utan.
Það komust ekki allar stelpurnar hingað til Eyja vegna veikinda og eru 7 stelpur í hverju liði sem má ekki vera minna, það hefur ekki komið að sök þar sem þær standa sig frábærlega allar 14 sem eru á mótinu. Það gera strákarnir líka og eru krakkarnir ÍR til sóma og sína hvort öðru mikin stuðning.
Picasa albúm og Youtube síða flokksins verða uppfærð eins oft og hægt er.

Hér koma video klippur af stelpunum í ÍR2 og ÍR1


HG

No comments:

Post a Comment