Sunday, November 27, 2011

Á leið heim frá Eyjum

Það ætlaði að verða jafn erfitt að komast frá Eyjum og til Eyja þar sem Herjólfur bilaði og leit ekki út fyrir að það yrði silgt á milli Eyja og lands í dag en úr rættist og þegar þetta er skrifað þá erum við lögð af stað til Þorlákshafnar og ættum að vera þar um 11:15.

Stelpurnar í ÍR2 unnu síðasta leikinn sinn sem var við Fjölnis stelpurnar 2 : 1 (þetta er ekki prentvilla), ótrúlega spennandi leikur þar sem vörn og markvarsla voru alveg frábær.
Stelpurnar í ÍR1 gerðu jafntefli í næstsíðasta leiknum sínum við KR og þurftu þá að vinna síðasta leikinn til að tryggja sér gullið á mótinu. Sá leikur var við Selfoss og þegar staðan var 5 : 1 fyrir stelpunum okkar þá leit þetta orðið vel út en pressan út af gullinu virtist vera of mikil fyrir stelpurnar okkar og Selfoss vann leikinn með einu marki 12 : 11 sem voru gríðarleg vonbrigði fyrir stelpurnar en það sýnir karekter hjá liðinu eins og reyndar hinum ÍR liðunum að allir tóku gleði sína fljótt og var farið með góða skapið og brosið á kvöldvökuna og á loka leik mótsins sem var á milli "pressuliðsins" og "landsliðsins" sem voru skipuð bestu leikmönnum mótsins, fulltrúar ÍR í "landsliðinu" voru Karen Tinna og Bjarki sem stóðu sig frábærlega.
Þessar flottu stelpur hegðuðu sér vel í alla staði, skemmtu sér vel og voru ÍR og ykkur foreldrum til sóma.
Kvöldvaka á laugardagskvöldinu

HG

No comments:

Post a Comment