Monday, October 17, 2011

Ágætis hlutir í mótinu um helgina

Stelpurnar stóðu sig með prýði um helgina. Gaman var að sjá bætingu á liðinu frá því á síðasta móti og á mótinu núna um helgina. Það sem stóð samt mest uppúr var hversu breyttur hugsunarháttur er hjá báðum liðum í leikjunum. Í stað þess að pirra sig á að einhver hafi klúðrað "peppuðu" stelpurnar hvor aðrar upp og var líka eingin hrædd að láta vaða á markið. Mörkin komu semsagt úr öllum stöðum. Ágætis mæting var hjá foreldrum sem létu i sér heyra á hliðalínunni og hvöttu stelpur.
Gaman verður að sjá stelpurnar í Vestmannaeyjum og eru harðar æfingarbúðir hafnar strax fyrir það mót.
Bætt verður við hlaupaæfingu minnst 1 sinni í viku og hefjast þær strax í vikunni. Engar afsakarnir teknar gildar ;).

Eins og ég segji við stelpurnar: "Þetta er allt undir ykkur komið hvað þið ætlið að ná langt í íþróttinni. Þið eruð allar þrusu efnilegar en það er samt engin fullkomin og allir afreksmenn leggja sig 150% fram á hverri æfingu. Það er líka aukaæfingarnar sem skipta mestu máli."

Takk fyrir flott mót.
kv.Finnur

No comments:

Post a Comment