Thursday, October 24, 2013

Pistill úr klefanum hjá Mfl. ÍR Handbolta

Góðir ÍR ingar.

Þegar leikmenn gengu til búningsherbergja eftir leik á móti Haukum í sl. viku er óhætt að segja að það hafi verið þrungið andrúsmloft í klefanum að Ásvöllum.  

Við sköfum ekkert af því að við vorum virkilega vonsviknir yfir því að tapa niður unnum leik.
Við eigum að vita að það er ekki nóg að vera yfir nær allan tímann og ætla sér síðan að spila síðan síðustu  mínúturnar til þess eins að  halda fengnum hlut.  

Það má ekki hika, heldur verður að spila á fullu gasi og  klára leikinn eins og hann hófst,  því sportið er grimmt og andstæðingarnir eru fljótir að refsa þegar mistök verða.    Ef við gerum þennan leik upp í einni setningu yrði hún einfaldlega -  "Hrikaleg vonbrigði"

En nú styttist í næsta leik sem er á móti FH á heimavelli í kvöld kl. 20:00
Leikmenn koma vel undan helginni og eru staðráðnir í að bæta fyrir tapið á móti Haukum , enda á  EKKERT lið  að geta komið í Austurberg og talið sig geta tekið stigin sem í boði eru þar því þetta er okkar heimavöllur.

Dagsskipunin liðsins er einföld og á þá leið að við ætlum okkur SIGUR og komast þannig aftur á toppinn í deildinni.

Til þess að það gangi eftir þá þurfum við einnig ykkar hjálp í stúkunni kæru ÍR-stuðningsmenn.

Þið hafið oft hjálpað okkur yfir erfiða hjalla og vonumst við leikmenn til þess að þið fjölmennið í kvöld til að sjá um stemninguna í stúkunni með trommuslætti og látum og verðið þannig okkar 8 maður inni á vellinum eins og ávalt.

Þið eruð styrkurinn, umgjörðin og ástæðan fyrir því að við fáum komment eins og þessi frá öðrum liðum í sjónvarps og blaðaviðtölum fyrir og eftir leiki.

 "Síðan er alltaf gaman að leika í íþróttahúsinu í Austurbergi þar sem ævinlega eru margir áhorfendur og stemningin virkilega góð«

Þarf að segja meira ?

Sjáumst spræk og eigum góðan dag í Berginu á eftir.

Kveðja
Leikmenn Mfl.  ÍR Handbolta


No comments:

Post a Comment