Hér eru nokkrir "punktar" af fundinum frá því á þriðjudag. Vegna þess að það var ekki næg þáttaka stúlkna fæddar 2000 þá verður annar fundur 5.febrúar þar sem verður gengið verður frá skipulagningu Akureyrarferðar sem verður 12.-14. apríl.
Ákveðið var á fundinum að fara ekki til Partille sumarið 2013 vegna þess hve stuttur tími er til stefnu að ákveða og ganga frá staðfestingargjaldi.
Sumarið 2014 á að fara með hópinn til útlanda og bjóða þá 2001 stelpunum (stelpur sem eru á eldra ári í 6.flokki núna) að koma með í þá ferð. ÞAÐ ER Á HREINU
Rætt var Akureyrar ferð fyrir þær sem spila sem 4.flokkur í 2.deild (eldr árið) sem verður 23.feb. Svar verður að koma í vikunni 4.-8.febrúar hverjar komast með.
Helgina 15.-17.mars er mót hjá stelpum fæddar 2000 (yngra árið) á Selfossi og var ákveðið að keyra austur þá daga sem mótið er spilað, ekki gista.
Ætlunin var að ræða undirbúning á Akureyrarferð 12.-14. apríl hjá yngra árinu, en vegna þess hve marga foreldra stúlkna fæddar 2000 vantaði, þá var ákveðið að hafa annan fund 5.febrúar í Austurbergi kl. 19.45. Það eru mörg atriði sem þarf að klára á þeim fundi og ÁKAFLEGA MIKILVÆGT að hafa fulltrúa frá ÖLLUM stelpum á þeim fundi.
Önnur mál. Ákveðið að fara með allar stelpurnar í keilu og verður dagsetning auglýst síðar.
Kveðja
Þjálfarar
No comments:
Post a Comment