Stelpurnar á yngra ári tók þátt í Íslandsmóti helgina 23-25.nóv hjá
Fjölni. Stelpurnar voru spenntar eftir að hafa unnið sig upp í 2.deild á
síðasta móti hjá Val. Þar unnu þær 3.deildina sannfærandi með því að leggja
andstæðingana með 10-20 marka mun.
Þjálfararnir Sjonni, Stefán og Finnbogi hafa klárlega
unnið sína vinnu vel með stelpunum, því þær einfaldlega unnu líka 2.deildina
þessa helgi og eru komnar í 1.deildina. Þetta er krefjandi verkefni fyrir
alla sem standa að liðinu. Foreldrar mættu mjög vel og er mjög gaman
hversu vel þetta skilar sér til iðkennda.
Allir hlakka mikið til næsta móts.
ÁFRAM ÍR
Hægt er að skoða myndir sem teknar voru hér!
Einnig voru tekin tvö myndbönd sem hægt er að skoða hér fyrir neðan.
Hægt er að skoða myndir sem teknar voru hér!
Einnig voru tekin tvö myndbönd sem hægt er að skoða hér fyrir neðan.
No comments:
Post a Comment