Það voru flottir krakka sem mættu í Austurberg föstudagskvöldið 4. maí þegar hið árlega handboltamaraþon hjá 5. flokk kvenna og karla var haldið. Keppni hófst kl. 21:00 og var spilaður handbolti fram eftir nóttu. Ýmsar útfærslur á liðum komu fram þar sem var blandað mót, strákar vs. stelpur, eldra vs. yngra, vítakeppni , skotkeppni og mikið gekk á í foreldraleik sem var virkilega skemmtilegur, 40 pizzur komu í húsið kl. 01:00 og seinasta leik lauk ekki fyrr en kl. 03:15.
Það er óhætt að segja að við eigum flotta krakka sem eru til fyrirmyndar og einnig má ekki gleyma öllum foreldrum og þjálfurum sem tóku þátt i þessu með krökkunum. Alveg frábært og óhætt að segja að framtíð okkar sé björt hjá ÍR Handbolta.
Hvar er æfingin í dag 7.maí ?
ReplyDeleteer aefing i dag? ef svo er kl hvad og hvar?:)
ReplyDeleteEngin æfing í dag
ReplyDeleteHvenær er æfingin á laugardaginn?
ReplyDelete