Thursday, January 26, 2012

Fyrirlestur með Geir Gunnari næringarfræðing

Á næstu dögum þá ætlum við að fá Geir Gunnar næringarfræðing til þess að halda fyrirlestur fyrir stelpurnar og FORELDRA, en það eru jú foreldrarnir sem að kaupa í ísskápinn :-)

Þetta mun kosta 1.000 kr fyrir hverja stelpu og foreldrar fylgja frítt með 

Geir Gunnar ætlar að fræða leikmenn og foreldra almennt um matarræði og næringarþörf krakka á þessum aldri og einnig hvernig íþróttamenn/konur eiga að haga mataræði í kringum æfingar og leiki. Einnig mun hann koma inná fleiri svið. 

Við þjálfarar leggjum mikla áherslu að foreldrar komi með stelpunum.

Þetta verður auglýst síðar, en við erum að stefna á að hafa þetta þriðjudaginn 31.jan. kl.19.30 upp í ÍR heimili.  Látum vita ef að dagsetning eða tímasetning breytist.

Nánar er hægt að lesa um Geir Gunnar og það sem hann er að gera hér : http://www.heilsugeirinn.is/

Kveðja
Þjálfarar 

1 comment:

  1. ég kemst ekki á æfingu á morgunn(28 jan)sjáumst á leiknum:)

    ReplyDelete