Wednesday, November 16, 2011

Eyjar (eldra ár) farið verður fimmtud. 24. nóv. kl 17:00 frá ÍR heimili.

Það er búið að bóka ferðirnar með Herjólfi.

Farið til Vestmannaeyja fimmtudaginn 24. nóv. kl. 17:00 frá Í.R. heimili og komið aftur í bæinn sunnudaginn 27. nóv. um kl:13:00

Ennþá gerir starfsfólk Herjólfs ráð fyrir að allar ferðir séu frá Þorlákshöfn og því eru einungis tvær ferðir til Eyja á dag. Ef hægt verður að fara frá Landeyjarhöfn komum við til með að færa ferðartímann til hádegis á föstudag.

Búið er að ganga frá gistingu fyrir krakkana í Týsheimilinu á fimmtudagsnóttina.

Þeir foreldar sem EKKI vilja að barn þeirra fái sjóveikistöflu þurfa að vera í sambandi við farastjóra.

Þeir sem geta reddað einhverju í nesti fyrir krakkana endilega að láta vita, t.d. brauð, osti, skinku eða djús.  

Ef foreldar hafa einhverjar upplýsingar sem þeir vilja koma á framfæri áður en börn þeirra fara til Eyja þá ekki hika við að hringja í fararstjórana, þeir eru:

Haukur (pabbi Finns) gsm: 665-8082
Alla (mamma Áslaugar) gsm: 663-5540
Gunna (mamma Kolfinu) gsm: 843-0711
Heiða (mamma Helenu) gsm: 693-5610

Kostnaðurinn við ferðina liggur fyrir á föstudag eða mánudag það skýrist um leið og við fáum að vita hvaðan báturinn fer, það munur um helming á verði í Herjólfi hvort farið er frá Landeyjarhöfn eða Þorlákshöfn.

Kveðja
ÍR Fararstjórar

1 comment: