Friday, September 30, 2011

Foreldrafundur 29/9 samantekt

Á foreldrafundinn mættu um 25-30 foreldrar, Finnur þjálfari, Monika aðstoðarþjálfari og frá barna- og unglingaráði (BOGUR) voru mættir Hilmar og Heimir.
Starfsemi BOGUR var kynnt og tengiliður þess við flokkinn, Hilmar Jacobsen GSM: 6993135.
Bloggsíða, myndasíða og fl. sem tilheyrir flokknum og NORI skráningarkerfið var einnig kynnt.
Rætt var um mót og ferðir tengdar þeim. Næsta mót hjá yngra ári er 7.-9. október í umsjón Stjörnunar, Finnur verður erlendis en kemur til landsins á laugardeginum, upplýsingar um mótið verður sett inn á Æfingar- Mót. Næsta mót hjá eldra ári er 14.-16. október í umsjón Hauka. Í ferð eldri hóps til Vestmannaeyja 25.-27. nóvember n.k. buðu þrír sig fram sem fararstjórar.
  • Aðalheiður Þorsteinsdóttir GSM: 6635542 (mamma Áslaugar)
  • Guðrún Eiríksdóttir GSM: 8430711 (mamma Kolfinnu)
  • Aðalheiður Fritzdóttir GSM: 6935610 (mamma Helenu)
5. flokkur karla fer til Vestmannaeyja þessa sömu helgi, foreldrafundur hjá þeim verður haldinn n.k. þriðjudag 4/10, hugsanlega er hægt að hafa samstarf vegna ferða.
Finnur talaði um samstöðu innan árganganna og ýmislegt sem betur mætti fara. Rætt var um að byggja upp samstöðu innan árganganna og milli árganganna. Foreldrar hvattir til að mæta á æfingar og mót.
Fjórir buðu sig fram og voru valin í foreldraráð, tveir frá yngri og tveir frá eldri árgangi.
  • Jón M. Bergsson (yngra ár)
  • Þuríður H. Hjartardóttir (yngra ár)
  • Aðalheiður Þorsteinsdóttir (eldra ár)
  • Sóley Rut Ísleifsdóttir (eldra ár)
Það mega gjarnan vera fleiri í foreldraráði, þið sem hafið áhuga nánari upplýsingar um foreldraráðið inn á Leikmenn - Þjálfarar.
Það vantar ennþá einhverja til að vera mynda/blogg/vefstjórar, gjarnan fleiri aðilar. Þá geta þeir sem ekki kunna haft samband við viðkomandi sem aðstoðar við að setja inn myndir og fl. Ég mun klárlega aðstoða eins og ég get við að setja inn myndir og bloggfærslur/skilaboð, en ég er þegar að aðstoða við ca 15 bloggsíður.

Kveðja Heimir Gylfa GSM: 6635542
(pabbi Áslaugar og í barna og unglingaráði)



No comments:

Post a Comment