Thursday, March 21, 2013

Fréttir - keila ofl.

Keila

Þriðjudaginn 26.mars ætlum við að fara í keilu. Mæting er tímanlega kl. 17.45  í Egilshöll, eigum brautir kl.18.00. Spilum keilu og fáum svo pizzu og gos á eftir. Borga þarf fyrir hádegi á mánudag 25.mars  (til þess að tryggja okkur brautir).

 

Verðið er 1.950 kr  og leggja þarf inn á Jón (María Mist)  kt. 180680-4119 bnr. 166-05-61252.  Sendið kvittun á netfangið hans jmbergsson@gmail.com og hafið nafn stelpunar á kvittuninni.

 

Æfingar um páska

Við æfum á mánudag 25.mars og einnig á miðvikudag 27.mars.  Svo ef við fáum aukatíma um páskana þá verður það auglýst tímanlega. 

 

U-18 ára landsliðið í Austurbergi.

Við viljum endilega auglýsa landsleiki U-18 ára sem er að spila í forkeppni evrópukeppni hér á Íslandi og hvar annars staðar en í Gullbergi (Austurberg) og er umsjón og umgjörð í höndum ÍR - inga.  ÍR á 2 leikmenn í þessu U-18 ára landsliði þær Brynhildi Bergmann og Sigrúnu Ásu og eru þær  frábærir fulltrúar félagsins.  Skora á ykkur að koma með stelpunum ykkar og horfa á þessa leiki.

 

Leikirnir eru eftirfarandi : 

Föstudagur kl. 19.00  við Holland

Laugardagur kl. 18.00 við Þýskaland

 sunnudag kl. 15.00 við Lettland.

 

Samhliða þessu spilar A-landslið Íslands við Svíþjóð á laugardag kl. 13.30 og á sunnudag kl. 17.00

 

Við minnum svo á að stutt er í Akureyrarferð hjá stelpunum á yngra ári 12. - 14. apríl.

 

Fleira ekki í bili

 

Kveðja

Þjálfarar

No comments:

Post a Comment